Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, þarf að gera í það minnsta eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Sviss í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson tekur út leikbann.
Svíinn hefur ekki sýnt Jóhanni Berg Guðmundssyni mikið traust og heldur því Birki Bjarnasyni væntanlega úti á vinstri kantinum. Þá skyldi ætla að Eggert Gunnþór Jónsson komi inn í byrjunarliðið þó hann hafi spilað afar fáa alvöru keppnisleiki undanfarna mánuði. Helsta vopn Sviss fram á við er hægri kantmaðurinn Xherdan Shaqiri. Líklegt er að Bjarni Ólafur komi aftur inn í vinstri bakvörðinn þar sem hann er betri varnarmaður en Ari Freyr.
Líklegt byrjunarlið Íslands: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Rúrik Gíslason, Eggert Gunnþór Jónsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason.