Guðbjörg, Þóra og Elísabet tilnefndar

Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. mbl.is

Landsliðsmarkverðirnir Þóra B. Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir eru tilnefndar sem tveir af fjórum bestu markvörðum sænsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokahóf sænska knattspyrnusambandsins í næsta mánuði.

Þóra, sem ver mark meistaranna í Malmö, og Guðbjörg, sem er fyrirliði og markvörður Djurgården, keppa þar við sænsku landsliðsmarkverðina Hedvig Lindahl hjá Kristianstad og Kristin Hammarström hjá Gautaborg en ein af þessum fjórum verður heiðruð sem markvörður ársins í Svíþjóð.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er ein af þeim fjórum þjálfurum í deildinni sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Þar keppir hún við fjóra karlmenn um titilinn en það eru Peter Moberg hjá Malmö, Thomas Märtensson og Ulf Palmquist sem stýra liði Vittsjö í sameiningu, og Torbjörn Nilsson, gamla landsliðshetju Svía, sem þjálfar lið Gautaborgar. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert