Arteta tryggði Arsenal sigur á QPR

Arsenal vann sigur á QPR, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Mikel Arteta skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. QPR missti mann af velli þegar Stéphane Mbia lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot.

QPR hefur enn ekki unnið leik í deildinni og það sama má segja um Reading sem gerði jafntefli við Fulham á heimavelli í dag, 3:3, í skemmtilegum leik. Stoke og Sunderland skildu jöfn, markalaus, og þá vann Wigan sigur á West Ham, 2:1.

Úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Arsenal - QPR 1:0 LEIK LOKIР
(Mikel Arteta 84.)
Reading - Fulham 3:3 LEIK LOKIР
(Mikele Leigterwood 26., Garath McCleary 85., Hal Robson-Kanu 90. – Bryan Ruiz 61., Chris Baird 77., Dimitar Berbatov 88.)
Stoke - Sunderland 0:0 LEIK LOKIР
Wigan - West Ham 2:1 LEIK LOKIР
(Iván Ramis 8., James McArthur 47. – James Tomkins 90.) 

---

ÖLLUM LEIKJUNUM ER LOKIÐ. READING JAFNAÐI Í 3:3 OG WEST HAM KLÓRAÐI Í BAKKANN GEGN WIGAN.

15.46 MARK Á MADJESKI! - 2:3. Eða ekki! Dimitar Berbatov kemur Fulham aftur yfir á 88. mínútu. 

15.43 MARK Á MADJESKI! 2:2. Reading jafnar. Garath McCleary skorar á 85. mínútu. Enn tími til að tryggja sér fyrsta sigurinn í deildinni.

15.40 MARK Á EMIRATES! - 1:0. Eftir stórkostlega markvörslu Júlios Cesars og darraðadans í teignum skorar Mikel Arteta í annarri tilraun af stuttu færi fyrir Arsenal á 84. mínútu. QPR verður áfram án sigurs eftir þennan leik.

15.37 RAUTT! Stéphane Mbia gerir sig sekan um heimskulegt brot á Vermaelen og er rekinn af velli. Hann sparkar á eftir Belganum því hann er fúll að hafa ekki fengið aukaspyrnu. QPR manni færri.

15.36 MARK Á MADJESKI! - 1:2. Reading er ekki að fara vinna sinn fyrsta leik í dag. Fulham kemst yfir á 77. mínútu með marki Chris Baird eftir hornspyrnu Ruiz.

15.20 MARK Á MADJESKI! - 1:1. Fulham jafnar gegn Reading. Bryan Ruiz skorar á 61. mínútu leiksins. Reading er enn án sigurs.

15.05 MARK Á DW-VELLINUM - 2:0. Wigan er komið í góða stöðu gegn West Ham. James McArthur bætir við öðru marki á 47. mínútu fyrir heimamenn.

15.01 Seinni hálfleikur er að hefjast.

14.47 Hálfleikur hjá Arsenal og QPR, enn markalaust.

14.27 MARK Á MADJESKI! - 1:0. Nýliðar Reading taka forustuna gegn Fulham. Mikele Leigertwood skorar á 26. mínútu eftir sendingu frá Jobi McAnuff.

14.10 MARK Á DW-VELLINUM! - 1:0. Wigan skorar fyrsta markið í leikjunum sem hófust klukkan tvö. Það er Iván Ramis sem kemur liðinu yfir á 8. mínútu gegn West Ham.

14.00 LEIKIRNIR ERU AÐ HEFJAST

13.57 Liðin eru að ganga út á völlinn á Emirates-vellinum í London. Jack Wilshere fær eðlilega hressilegt lófatak enda að snúa aftur eftir 16 mánaða fjarveru.

13.35 Það eru gleðitíðindi úr herbúðum Arsenal því Jack Wilshere er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í langan tíma. Það sama má segja um Bakary Sagna.

Arsenal: Mannone, Vermaelen, Mertesacker, Santos, Sagna, Arteta, Cazorla, Wilshere, Ramsey, Podolski, Giroud
QPR: Cesar, Diakite, Traore, Taarabt, Wright-Phillips Granero, Nelsen, Bosingwa, Hoilett, Zamora, Mbia. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert