Atli þjálfar Reyni í Sandgerði

Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson. mbl.is/Eggert

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari Reynismanna úr Sandgerði til næstu þriggja ára.

Fótbolti.net skýrði frá þessu og sagði að skrifað hefði verið undir samninginn á  fréttamannafundi rétt í þessu. Atli tekur við af Jens Elvari Sævarssyni sem stýrði Reynismönnum í sumar með Kjartan Másson sér við hlið. Liðið endaði í 7. sæti 2. deildar eftir að hafa verið á toppnum eftir fyrri umferðina.

Atli hefur ekkert þjálfað undanfarin þrjú ár en hann stýrði síðast Valsmönnum seinni hluta tímabilsins 2009. Hann hafði þá þjálfað óslitið frá 1994, hóf ferilinn með HK og stýrði síðan ÍBV, 21-árs landsliðinu, Fylki, KR, A-landsliðinu og Þrótti R.

Atli, sem er 55 ára gamall, var á árum áður einn fremsti knattspyrnumaður landsins, var lengi atvinnumaður í Þýskalandi og síðan í Tyrklandi, auk þess að spila með Val, KR og HK, og lék 70 landsleiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert