Malmö missti af meistaratitlinum

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Malmö misstu af titlinum.
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Malmö misstu af titlinum. mbl.is/Ómar

Íslendingaliðið Malmö endaði í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á markatölu eftir 1:0 tap fyrir Tyresö í lokaumferðinni í dag. Tyresö varð því meistari en það var Madelaine Edlund sem tryggði liðinu titlinn með sigurmarki á 82. mínútu í dag.

Malmö tókst því ekki að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Sextán mörkum munaði á markatölum liðanna en Tyresö og Malmö voru í algjörum sérflokki í deildinni.

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Malmö sem gat einnig tryggt sér titilinn í síðustu umferð en gerði þá 1:1 jafntefli við Umeå.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka