Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK unnu í kvöld óvæntan sigur á PSV Eindhoven frá Hollandi, 1:0, í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu í Stokkhólmi.
Mohamed Bangura skoraði markið strax á 12. mínútu. Helgi Valur lék allan leikinn með sænska liðinu sem er með sigrinum komið í baráttuna um að komast áfram úr riðlinum.
Dnipro er með 9 stig, Napoli 6, AIK 4 og PSV 4 stig þegar tveimur umferðum er ólokið.
FC Köbenhavn tapaði 0:2 fyrir Stuttgart á heimavelli. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með FCK en Rúrik Gíslason sat á bekknum allan tímann og Sölvi Geir Ottesen var ekki í hópnum.
Steaua Búkarest er með 10 stig í riðlinum, Stuttgart 5, FC Köbenhavn 4 og Molde 3 stig en Steaua vann Molde 2:1 í Noregi í kvöld.