Guðjón og Kristinn með Halmstad í úrvalsdeild

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson skoruðu báðir í dag.
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson skoruðu báðir í dag. hbk.se

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Halmstad þegar liðið tryggði sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á nýjan leik þrátt fyrir 4:3 tap fyrir Sundsvall í dag.

Kristinn jafnaði metin í 1:1 í dag með marki úr vítaspyrnu sem Guðjón fiskaði á 33. mínútu, og Guðjón jafnaði metin í 2:2 í seinni hálfleiknum.

Þetta var seinni umspilsleikur liðanna en Halmstad vann fyrri leikinn 3:0 og því samanlagt 6:4. Halmstad hafði endað í 3. sæti 1. deildarinnar en Sundsvall í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildar.

Ari Freyr Skúlason var í liði Sundsvall og kom liðinu í 3:2 með marki á 76. mínútu í dag en Jón Guðni Fjóluson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla í nára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert