Alfreð með enn eitt markið

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Ljósmynd/www.sc-heerenveen.nl

Alfreð Finnbogason skoraði enn eitt markið fyrir hollenska liðið Herenveen í kvöld. Það dugði þó skammt því liðið tapaði fyrir Willem II á útvelli, 3:1.

Alfreð jafnaði metin í 1:1 á 70. mínútu en heimamenn komust yfir með marki tíu mínútum síðar og bættu þriðja markinu við í uppbótartíma.

Alfreð hefur þar með skorað 11 mörk í hollensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert