Ronaldo: 96 metra sprettur á 10 sek. (myndskeið)

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo átti ótrúlegan sprett upp völlinn í viðureign Real Madrid og Atletico Madrid í fyrrakvöld.

Ronaldo átti 96 metra sprett án boltans og hann hljóp þessa vegalengd á 10 sekúndum en þess má geta að hann tók þennan sprett á 77. mínútu leiksins.

Ronaldo gaf því sjálfum spretthlauparanum Usain Bolt lítið eftir en Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi sem er 9,58 sekúndur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka