Íslenskur eða bandarískur? Aron Jóhannsson, sóknarmaður danska knattspyrnuliðsins AGF og markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi, stendur frammi fyrir því að velja um hvort hann eigi að gefa kost á sér í landslið Íslands eða Bandaríkjanna.
Aron er fæddur vestanhafs þar sem foreldrar hans stunduðu nám og er með tvöfalt ríkisfang. Hann hefur spilað með íslenska 21-árs landsliðinu, síðast núna í haust, en þar sem hann hefur ekki leikið A-landsleik getur hann enn valið á milli þjóðanna.
Það bar ekki sérlega mikið á Aroni þar til í haust þegar hann fór heldur betur að láta til sín taka. Fram að því hafði hann skorað eitt mark í tíu leikjum með 21-árs landsliði Íslands og 9 mörk í 53 deildaleikjum með AGF frá haustinu 2010.
En þá hrökk pilturinn heldur betur í gang og nú er hann búinn að skora 14 mörk fyrir AGF það sem af er tímabilinu. Í framhaldi af því hefur hann verið orðaður við ýmis stærri félög í Evrópu og grannt er fylgst með gengi hans.
Umræðan um Aron og landsliðið hefur hinsvegar verið dálítið skrýtin í haust.
Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.