Aron valinn 6. besti leikmaðurinn í Danmörku

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/agf.dk

Aron Jóhannsson framherji danska úrvalsdeildarliðsins AGF er sjötti besti leikmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni en sparkspekingar á sjónvarpsstöðinni TV2 taka þátt í valinu ásamt yfirmönnum knattspyrnumála hjá félögunum 12 í deildinni.

Undanfarna daga hefur staðið yfir niðurtalning á vef TV2 á bestu leikmönnum og að mati spekinganna er Aron sjötti besti leikmaðurinn í deildinni en þeir fimm bestu verða opinberaðir á næstu dögum.

Í umsögn um Aron segir meðal annars; „íslenska eldfjallið hefur sprungið út og hefur dreift gleði í Árósum. Er markahæstur ásamt öðrum í deildinni þar sem hann hefur sýnt mikla hæfileika í að skora mörk. Er maðurinn á bakvið drauma AGF-liðsins um að vinna til verðlaun og er sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í deildinni.“

Aron hefur skoraði 14 mörk í 18 leikjum með Árósaliðinu og er markahæstur ásamt leikmanni FC Köbenhavn, Andreas Cornelius.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka