Messi hlaut gullboltann

Argentínumaðurinn Lionel Messi leikmaður Barcelona var rétt í þessu útnefndur knattspyrnumaður ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en hann hafði betur í baráttunni við Portúgalann Cristiano Ronaldo og Spánverjann Andrés Iniesta.

Þetta er fjórða árið í röð sem argentínski töframaðurinn verður fyrir valinu sem besti knattspyrnumaður heims en hann átti hreint frábært ár með Barcelona. Hann setti met með því að skora 91 mark á árinu 2012, met sem seint eða aldrei verður slegið.



Messi ásamt Sepp Blatter forseta FIFA.
Messi ásamt Sepp Blatter forseta FIFA. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara S Kristján Ingimarsson: Best
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert