Messi skoraði eitt og lagði upp tvö

Fábregas og Messi fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.
Fábregas og Messi fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld. AFP

Barcelona er áfram með 11 stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir 3:1 útisigur á Málaga í kvöld. Börsungar eru með 55 stig eftir aðeins 19 leiki, eða hálfa leiktíð, en Atlético Madrid kemur næst með 44 stig eftir 2:0 sigur á Real Zaragoza í kvöld.

Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims, kom að öllum mörkum Börsunga í kvöld. Hann skoraði það fyrsta, átti svo stórkostlega stungusendingu á Cesc Fábregas í öðru markinu, og gaf stutta sendingu á Thiago í þriðja markinu. Heimamenn náðu að minnka muninn í lokin en þar við sat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert