Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, staðfesti við netmiðilinn fotbolldirekt.se í kvöld að hann væri líklega á förum frá Sundsvall í Svíþjóð til liðs annars staðar á Norðurlöndum. Nokkuð ljóst er að þá er um að ræða lið í Danmörku eða Noregi.
Hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Norrköping og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni en Ari vill losna frá Sundsvall eftir að liðið féll úr deildinni í haust.
„Það er rétt að erlent lið á Norðurlöndum er núna minn fyrsti kostur. Ég get staðfest að ég vil virkilega komast til þessa félags og áhugi þessar mjjög ákveðinn. Ég vil fara í annað land. Ég er 25 ára gamall og vil komast eins langt og hægt er núna. Það skiptir miklu máli fyrir mig að félagið sem ég fer til sé tilbúið til að greiða Sundsvall uppsett verð og mikilvægt að það vilji virkilega fá mig," segir Ari við fotbolldirekt.se.