Rétta skrefið á ferlinum

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/agf.dk

Tekur Aron Jóhannsson rétt skref á ferlinum með því að ganga til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi? Hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við félagið í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun í gær. Talið er að kaupverðið sé nálægt 280 milljónum íslenskra króna eins og fram kom í blaðinu í gær.

Eftir framgöngu Arons með AGF í dönsku úrvalsdeildinni hefur hann vakið verðskuldaða athygli. Meira að segja hjá landsliðsþjálfara eins af fjölmennustu ríkjum heims. Fjórtán mörk í átján leikjum er flott tölfræði, sama hvar það er. Hún gerir viðkomandi að vænlegri söluvöru og það hefur AGF nú nýtt sér til hins ýtrasta og tryggði sér einmitt þessa samningsstöðu með því að gera nýjan samning við Aron í haust, eftir að hann hófst handa við að skora.

Viðhorfsgreinin í heild er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert