Frágengið með Rúnar og Zwolle

Rúnar Már Sigurjónsson, til hægri, ásamt forráðamanni Zwolle og öðrum …
Rúnar Már Sigurjónsson, til hægri, ásamt forráðamanni Zwolle og öðrum leikmanni sem félagið fékk í dag. Ljósmynd/Isaak Teunis

Rúnar Már Sigurjónsson, knattspyrnumaður úr Val, verður lánaður til hollenska úrvalsdeildarliðsins Zwolle út þetta keppnistímabil.

Endanleg staðfesting á því gekk í gegn fyrir nokkrum mínútum en Rúnar og Magnús Agnar Magnússon voru  búnir að bíða eftir því í dag og kvöld að skiptin yrðu staðfest í tæka tíð, eftir að læknisskoðun og samningar við Zwolle voru í höfn. Lokað er fyrir félagaskipti í Hollandi eftir klukkutíma.

Zwolle hefur forkaupsrétt á Rúnari í vor. Rætt er við hann í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka