Byrjunarliðið gegn Rússum - Kolbeinn fyrirliði

Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið gegn Rússum.
Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið gegn Rússum. mbl.is/Eggert

Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu mætir Rússum í vináttuleik á Marbeilla á Spáni og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt.

Það verður ekki annað sagt en að Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari stilli upp sókndjörfu lið en Eiður Smári Guðjohnsen, Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson eru allir í byrjunarliðinu en sá síðastnefndi er fyrirliði og það í fyrsta sinn með A-landsliðinu. Þá eru tengiliðirnir báðir sóknarsinnaðir en það eru þeir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Markvörður:  Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson

Tengiliðir: Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Eiður Smári Guðjohnsen

Vinstri kantur: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson, fyrirliði, Alfreð Finnbogason

Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Helgi Valur Daníelsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Smárason.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður fylgst með honum hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert