Eiður var búinn að skipuleggja markið

Lior Refaelov með boltann í leik með Club Brugge.
Lior Refaelov með boltann í leik með Club Brugge. AFP

Lior Refaelov, sóknarmaður belgíska knattspyrnuliðsins Club Brugge, segir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi lagt grunninn að marki sínu í leiknum við OH Leuven á laugardagskvöldið, áður en honum var skipt inná.

Eiður kom inná um miðjan síðari hálfleik og hans fyrsta verk var að gefa boltann á Refaelov sem kom Club Brugge í 2:1.

„Sendingin frá Eiði var mjög góð. Áður en honum var skipt inná kallaði hann í mig: Rafa, tökum veggspil. Svo kom hann inná, við gerðum nákvæmlega það sem hann sagði og ég skoraði. Betra gat það ekki verið," sagði ísraelski sóknarmaðurinn við fréttamenn eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka