Danska knattspyrnufélagið Midtjylland hefur staðfest þá frétt Ekstra Bladet frá því í morgun að það hafi samið við Eyjólf Héðinsson, leikmann SönderjyskE, um að ganga til liðs við það í sumar, og
„Við leituðum að manni sem myndi styrkja liðið, og væri öflugur, bæði þegar með og á móti blæs, og það er Eyjólfur Héðinsson," sagði stjórnarformaðurinn Claus Steinlein í tilkynningu frá Midtjylland.
Þjálfarinn Glen Riddersholm tekur undir þau orð. „Eftir nokkur góð samtöl við hann fengum við góða tilfinningu fyrir því að þarna væri á ferð metnaðarfullur og ábyrgur leikmaður, sem einnig væri góðum kostum búinn sem persóna. Ég er ánægður með að fá leikmann sem ásamt því að búa yfir ýmsum eiginleikum er marksækinn og afar vinnusamur vítateiganna á milli.
Hann er sigurvegari og sú tegund af leikmanni sem okkur hefur vantað. Við teljum að við getum hjálpað honum til að verða enn stærra nafn í úrvalsdeildinni en hann er nú þegar. Með þessu erum við líka byrjaðir að undirbúa okkur fyrir félagaskiptagluggann í sumar þar sem útlit er fyrir að við missum leikmenn," segir Riddersholm í tilkynningunni.
Sagt er að samningurinn gildi til sumarsins 2015. Eyjólfur er 28 ára gamall og er markahæsti leikmaður SönderjyskE í úrvalsdeildinni á þessu tímabili, sem er hans þriðja hjá félaginu.