Þriggja marka tap gegn Bandaríkjunum

Ísland tapaði fyr­ir ólymp­íu­meist­ur­um Banda­ríkj­anna, 0:3, í fyrsta leikn­um í B-riðli Al­gar­ve-bik­ars kvenna í knatt­spyrnu í Al­bu­feira í dag.

Ekk­ert mark var skorað í fyrri hálfleik og þá var ekki mikið um mark­tæki­færi. Banda­ríska liðið náði und­ir­tök­un­um í byrj­un síðari hálfleiks þegar Rakel Bu­ehler skoraði á 48. mín­útu. Shannon Boxx bætti við marki á 62. mín­útu og Abby Wambach, knatt­spyrnu­kona árs­ins í heim­in­um 2012, inn­siglaði sig­ur­inn með marki á 74. mín­útu.

Bestu færi Íslands fengu þær Harpa Þor­steins­dótt­ir, sem átti hættu­leg­an skalla að marki á 18. mín­útu, og Sandra María Jessen sem náði ekki að skora úr dauðafæri á 81. mín­útu.

Ísland mæt­ir Svíþjóð í öðrum leik sín­um á mót­inu á föstu­dag­inn klukk­an 18.00 en Sví­ar mæta Kín­verj­um í dag klukk­an 16.00.

Lið Íslands: Þóra B. Helga­dótt­ir - Dóra María Lár­us­dótt­ir, Sif Atla­dótt­ir, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir - Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir fyr­irliði (Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir 83.), Dagný Brynj­ars­dótt­ir (Guðný Björk Óðins­dótt­ir 78.), Katrín Ómars­dótt­ir (Edda Garðars­dótt­ir 72.) - Fann­dís Friðriks­dótt­ir (Rakel Hönnu­dótt­ir 46.), Harpa Þor­steins­dótt­ir (Elín Metta Jen­sen 73.), Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, Sandra María Jessen 64.)
Vara­menn: Birna Kristjáns­dótt­ir (M), Mist Ed­vards­dótt­ir, Elísa Viðars­dótt­ir.

Katrín Jóns­dótt­ir, Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir og Ólína G. Viðars­dótt­ir voru hvíld­ar í dag.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90+3. LEIK LOKIÐ, með ör­ugg­um banda­rísk­um sigri, 3:0.

90+2. Edda Garðars­dótt­ir með skot að banda­ríska mark­inu af 25 metra færi en yfir.

90. Christen Press með skot að marki Íslands, rétt utan markteigs, en Þóra ver með fót­un­um.

89. Þóra B. Helga­dótt­ir er snögg út í víta­teig­inn og hirðir bolt­ann áður en Alex Morg­an nær til hans.

86. Ísland fær horn­spyrnu en dæmd er auka­spyrna á ís­lenska liðið í kjöl­farið fyr­ir brot í banda­ríska víta­teign­um.

84. Abby Wambach með skot að ís­lenska mark­inu af 20 metra færi en fram­hjá.

83. Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir kem­ur inná fyr­ir Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur og Edda Garðars­dótt­ir tek­ur við fyr­irliðaband­inu.

81. Íslenskt dauðafæri eft­ir skynd­isókn. Sandra María Jessen slepp­ur í gegn, leik­ur fram­hjá Loyd­en markverði en hitt­ir ekki markið. Þessi átti að vera inni!!

79. Ísland fær horn­spyrnu en Abby Wambach er mætt í vörn­ina og skall­ar bolt­ann í burtu.

78. Guðný Björk Óðins­dótt­ir kem­ur inná fyr­ir Dag­nýju Brynj­ars­dótt­ur. Fyrsti lands­leik­ur Guðnýj­ar síðan á Al­gar­ve í fyrra en hún slasaðist skömmu síðar og missti af rest­inni af tíma­bil­inu.

76. Banda­rík­in fá horn­spyrnu en hún er illa tek­in og ekk­ert verður úr.

74. MARK - 0:3. Knatt­spyrnu­kona árs­ins í heim­in­um 2012, Abby Wambach, er kom­in á blað og skor­ar þriðja markið eft­ir send­ingu frá Alex Morg­an. Sú síðar­nefnda nær að pota bolt­an­um fram­hjá Þóru og Wambach send­ir hann í tómt markið. Henn­ar 154. mark fyr­ir landslið Banda­ríkj­anna!

73. Elín Metta Jen­sen kem­ur inná fyr­ir Hörpu Þor­steins­dótt­ur í fram­lín­unni.

72. Edda Garðars­dótt­ir kem­ur inná fyr­ir Katrínu Ómars­dótt­ur. Þetta er 98. lands­leik­ur Eddu.

68. Christen Press með skot yfir ís­lenska markið eft­ir að Alex Morg­an renndi bolt­an­um út til henn­ar.

64. Sandra María Jessen kem­ur inná fyr­ir Hólm­fríði Magnús­dótt­ur og hjá Banda­ríkj­un­um kem­ur Christen Press inná fyr­ir Carli Lloyd.

62. MARK - 0:2. Banda­ríska liðið eyk­ur for­yst­una og aft­ur skalla­mark eft­ir horn­spyrnu frá Lauren Cheney sem sveigði bolt­ann innað marklín­unni. Skallað frá mark­inu, Christie Rampo­ne skall­ar bolt­ann til baka og Shannon Boxx skor­ar með skalla af stuttu færi.

61. Þóra B. Helga­dótt­ir ver vel í horn frá Alex Morg­an.

57. Enn sæk­ir banda­ríska liðið og Alex Morg­an á skot að marki Íslands sem Þóra B. Helga­dótt­ir ver auðveld­lega.

55. Carli Lloyd með skot að ís­lenska mark­inu, rétt fram­hjá stöng­inni fjær.

55. Alex Morg­an á hörku­skot að marki Íslands en yfir þverslána.

48. MARK - 0:1.  Banda­rík­in fá horn­spyrnu. Lauren Cheney tek­ur hana og fyr­irliðinn Rachel Bu­ehler sting­ur sér fram við stöng­ina nær og skor­ar með föst­um skalla, í sín­um 100. lands­leik. Óska­byrj­un Ólymp­íu­meist­ar­anna í síðari hálfleik.

46. Síðari hálfleik­ur er haf­inn í Al­bu­feira. Ein breyt­ing á liði Íslands. Rakel Hönnu­dótt­ir kem­ur í stað Fann­dís­ar Friðriks­dótt­ur.

45+1 - HÁLFLEIK­UR. Banda­rík­in hafa sótt meira og átt 4 marktilraun­ir gegn 2, fengið 4 horn­spyrn­ur gegn 1, en bæði lið hafa tvisvar verið dæmd rang­stæð. Auka­spyrn­urn­ar í hálfleikn­um voru 19 tals­ins, 11 á Ísland en 8 á Banda­rík­in.

45. Banda­rík­in fá horn­spyrnu og up­p­úr henni á Alex Morg­an skot að ís­lenska mark­inu eft­ir barn­ing í markteign­um en yfir markið. Hún á annað skot í blá­lok­in en fram­hjá mark­inu.

43. Dagný Brynj­ars­dótt­ir með lag­lega send­ingu í gegn­um vörn Banda­ríkj­anna en vantaði að henni væri fylgt eft­ir.

39. Leik­ur­inn er hæg­ari eft­ir því sem liðið hef­ur á seinni hálfleik­inn og mikið er af auka­spyrn­um á báða bóga.

34. Banda­rík­in fá horn­spyrnu. Abby Wambach með hörkuskalla en Þóra B. Helga­dótt­ir ver glæsi­lega og dæmd er auka­spyrna á Banda­rík­in í kjöl­farið.

28. Fyrsta mark­s­kot Banda­ríkj­anna í leikn­um. Abby Wambach er þar á ferð en hitt­ir ekki ís­lenska markið.

23. Fann­dís Friðriks­dótt­ir með skot að marki Banda­ríkj­anna en fram­hjá.

21. Banda­rík­in fá horn­spyrnu en ekk­ert kem­ur út úr henni.

20. Abby Wambach, knatt­spyrnu­kona árs­ins í heim­in­um 2012, er hárs­breidd frá því að ná til bolt­ans í víta­teig Íslands eft­ir auka­spyrnu frá Lauren Cheney.

19. Banda­ríska liðið reyn­ir stöðugt að kom­ast í gegn á miðjunni en vel skipu­lögð vörn Íslands hef­ur ekki verið í vand­ræðum með að stöðva sókn­ar­tilraun­ir Ólymp­íu­meist­ar­anna til þessa.

18. Harpa Þor­steins­dótt­ir á fyrstu marktilraun leiks­ins en Loyd­en í marki Banda­ríkj­anna ver skalla henn­ar eft­ir auka­spyrnu ör­ugg­lega.

15. Banda­ríska liðið hef­ur verið meira með bolt­ann það sem af leik en lítið gerst.

10. Banda­rík­in fá sína fyrstu horn­spyrnu en eng­in hætta skap­ast eft­ir hana.

5. Ísland fær fyrstu horn­spyrnu leiks­ins eft­ir skynd­isókn. Loyd­en markvörður slær bolt­ann frá.

1. Leik­ur­inn er haf­inn.

13.55 - Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir tek­ur stöðu Katrín­ar Jóns­dótt­ur fyr­irliða í vörn­inni og leik­ur sinn þriðja A-lands­leik í dag. Harpa Þor­steins­dótt­ir er fremsti leikmaður Íslands í dag í stað Mar­grét­ar Láru Viðars­dótt­ur sem er ekki með í þessu móti þar sem hún er að jafna sig eft­ir upp­skurð í vet­ur.

13.54 - Banda­rík­in tefla fram geysiöflugu byrj­un­arliði með þrjár af bestu knatt­spyrnu­kon­um heims, Abby Wambach, Alex Morg­an og Carli Lloyd, í sókn og á miðju. Rachel Bu­echler leik­ur sinn 100. lands­leik og er fyr­irliði. Til marks um mik­inn leikja­fjölda banda­ríska liðsins ár hvert lék Buchler ekki sinn fyrsta lands­leik fyrr en árið 2008.

13.50 - Í Al­bu­feira er 17 stiga hiti, sól og dá­lít­ill vind­ur. Fal­legt veður og völl­ur­inn er sagður mjög góður.

Lið Banda­ríkj­anna: Loyd­en, Dunn, Bu­ehler fyr­irliði, Rampo­ne, O’Hara, O’Reilly, Boxx, Lloyd, Cheney, Morg­an, Wambach.

Katrín Jóns­dótt­ir fyr­irliði, Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir og Ólína G. Viðars­dótt­ir eru hvíld­ar í leikn­um í dag.

Seinni leik­ur­inn í riðlin­um er á milli Svíþjóðar og Kína en hann hefst klukk­an 16.00.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert