Aðvörunarbjöllurnar hringdu í Albufeira

Íslenska liðið í Portúgal.
Íslenska liðið í Portúgal. Ljósmynd/Algarvephotopress

Íslensku landsliðskonurnar þurfa heldur betur að taka sér tak á næstu vikum og mánuðum ef þær ætla að standa sig með sóma í Evrópukeppninni í Svíþjóð í sumar.

Að minnsta kosti ef marka má frammistöðu þeirra gegn Svíum í Algarve-bikarnum í gærkvöld en Svíar unnu yfirburðasigur í Albufeira, 6:1.

Það var bara á upphafs- og lokamínútum leiksins sem íslenska liðið sýndi eitthvað en Svíar réðu lögum og lofum á vellinum hinar 80 mínúturnar í leiknum. Mörkin þeirra hefðu getað orðið mun fleiri en sex en Þóra B. Helgadóttir var besti leikmaður Íslands og varði nokkrum sinnum glæsilega í leiknum.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert