Þóra og Sara byrja gegn Evrópumeisturunum

Þóra B. Helgadóttir.
Þóra B. Helgadóttir. mbl.is/Algarvephotopress

Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru að vanda í byrjunarliði sænska liðsins Malmö sem mætir Evrópumeisturum Lyon í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikið er á heimavelli Lyon í Frakklandi.

Flautað verður til leiks klukkan 17 að íslenskum tíma en síðari leikurinn fer fram á heimavelli Malmö á fimmtudag í næstu viku.

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert