Emil sneri aftur í öruggum sigri

Emil Hallfreðsson hefur leikið með Verona síðustu þrjú ár.
Emil Hallfreðsson hefur leikið með Verona síðustu þrjú ár. Ljósmynd/hellasverona.it

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson og félagar hans í Verona komust skrefi nær sæti í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu með öruggum 3:0 útisigri á Juve Stabia í dag. Verona er í 2. sæti fyrir lokaumferðina en getur í henni misst Livorno upp fyrir sig.

Emil lék í 80 mínútur í dag en hann hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla í læri.

Verona er nú með 81 stig í 2. sæti, stigi á eftir toppliði Sassuolo og stigi á undan Livorno. Sassuolo tekur á móti Livorno í lokaumferðinni, en þá fær Verona liðið úr 4. sæti, Empoli, í heimsókn. Liðin í tveimur efstu sætunum komast upp í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil, og það er því ljóst að allt getur gerst í lokaumferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert