Zlatan afgreiddi Færeyinga

Zlatan Ibrahimovic sækir að varnarmanni Færeyinga í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic sækir að varnarmanni Færeyinga í kvöld. AFP

Zlatan Ibrahimovic sá um að afgreiða Færeyinga þegar Svíar báru sigurorð af Færeyingum, 2:0, í C-riðli undankeppni HM í knattspyrnu en leikið var í Svíþjóð.

Zlatan skoraði fyrra markið af stuttu færi á 35. mínútu og það síðara skoraði framherjinn snjalli úr vítaspyrnu á 82. mínútu en þá voru Færeyingar orðnir manni færri.

Svíar, Austurríkismenn og Írar hafa allir 11 stig en Þjóðverjar tróna á toppi riðilsins með 16 stig. Færeyingar eru án stiga eftir sex leiki.

Í I-riðlinum skildu Hvít-Rússar og Finnar jafnir, 1:1. Finnar eru í þriðja sætinu í riðlinum með 6 stig en Hvít-Rússar hafa 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert