Spánverjar lögðu Ítali í bráðabana

Spánverjar fagna.
Spánverjar fagna. AFP

Það verða heims- og Evrópumeistarar Spánverja sem mæta Brasilíumönnum í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu en Spánverjar báru í kvöld sigurorð af Ítölum í síðari undanúrslitaleiknum.

Staðan var jöfn, 0:0, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar höfðu heimsmeistararnir betur í bráðabana, 7:6. Leikmenn liðanna sýndu fádæma öryggi í vítaspyrnunum allt þar til Leonardo Bonucci skaut yfir úr sjöundu spyrnu Ítala og það kom í hlut Jesus Navas að tryggja Spánverjunum sigurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert