Cardiff, lið Arons Einars Gunnarssonar, hefur gert Celtic hærra tilboð í miðjumanninn Victor Wanyama eftir að fyrra tilboði félagsins, sem hljóðaði upp á 10 milljónir punda, var hafnað.
Samkvæmt fréttum skoskra og enskra miðla hefur Cardiff þegar náð samkomulagi við Wanyama um kaup og kjör og nú er þess einungis beðið að félögin nái saman.
Celtic hafði áður samþykkt 12 milljóna punda tilboð frá Southampton en félagið náði ekki samkomulagi við leikmanninn.
Wanyama er 22 ára gamall landsliðsmaður Keníu og á eitt ár eftir af samningi sínum við Celtic. Stjórinn Neil Lennon hefur látið hafa eftir sér að hann reikni með að missa leikmanninn í sumar.