Iniesta bjargaði gamla liðinu sínu frá falli

Andrés iniesta rétti sínu gamla félagi hjálparhönd.
Andrés iniesta rétti sínu gamla félagi hjálparhönd. AFP

Andrés Iniesta hefur komið uppeldisfélagi sínu Albacete til bjargar en senda átti félagið niður um deild vegna vangoldinna launa til leikmanna.

Iniesta reiddi fram jafnvirði 38 milljóna króna til að Albacete gæti greitt laun til leikmanna. Þar með heldur liðið sæti sínu í þriðju efstu deild á Spáni. Iniesta er stærsti hluthafi í félaginu og hefur áður styrkt það myndarlega með 76 milljónum fyrir tveimur árum.

Iniesta er þessa stundina með spænska landsliðinu í Brasilíu en liðið mætir heimamönnum í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld kl. 22. Hann hóf knattspyrnuiðkun hjá Albacete en gekk í raðir Barcelona 12 ára gamall árið 1996 og hefur síðan landað urmul titla með félaginu, meðal annars sex Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert