Öruggur sigur í fyrsta leiks Arnórs Smárasonar

Arnór lék fyrstu mínúturnar í Svíþjóð.
Arnór lék fyrstu mínúturnar í Svíþjóð. mbl.is/Ómar

Arnór Smárason var í leikmannahópi sænska liðsins Helsingborg í fyrsta skipti í dag og spilaði síðustu 20 mínútur leiksins er Helsingborg lagði Öster að velli, 3:0.

David Accam kom heimamönnum yfir, 1:0, á 37. mínútu en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik missti Öster mann af velli þegar Denis Velic fékk sitt annað gula spjald.

Vængmaðurinn Christoffer Andersson kom Helsingborg í 2:0 með marki á 67. mínútu og hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna á 74. mínútu en skömmu áður kom Arnór Smárason inn á í sínum fyrsta leik.

Andersson var einnig rekinn af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald á 81. mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð og lyfti Helsingborg sér upp í annað sætið með sigrinum. Liðið er með 31 stig, einu stigi frá toppliði Malmö, og á leik til góða.

Arnór kom til Helsingborg frá Esbjerg í Danmörku en Skagamaðurinn lék áður með Heerenveen í Hollandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert