Aron hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin

Aron Jóhannsson í leik með U21-landsliði Íslands.
Aron Jóhannsson í leik með U21-landsliði Íslands. mbl.is/Eggert

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fjölnis og núverandi leikmaður AZ Alkmaar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið en Aron er með tvöfalt ríkisfang.

Um leið og Aron hefur leikið sinn fyrsta A-landsleik, hvort sem er fyrir Bandaríkin eða Ísland, mun hann ekki geta leikið fyrir hina þjóðina. Nú er orðið ljóst að framherjinn hefur valið Bandaríkin en yfirlýsingu kappans má sjá hér að neðan.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða.

Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert