Knattspyrnusamband Íslands biðlaði til Arons Jóhannssonar, framherja hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar, að spila með íslenska landsliðinu í stað þess bandaríska í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í gær.
KSÍ fannst engin rök fyrir því að Aron skyldi velja bandaríska liðið frekar en það íslenska þar sem hann hefur fengið allt sitt knattspyrnuuppeldi á Íslandi og þau „göt“ sem væru í reglugerð alþjóðaknattspyrnusambandsins ætti ekki að nýta á þennan hátt.
KSÍ vill að Aron spili með íslenska landsliðinu gegn Færeyjum 14. ágúst en líkast til mun hann spila vináttuleik með Bandaríkjunum gegn Bosníu og Hersegóvínu sama dag. Bandaríska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að það væri búið að leggja inn umsókn fyrir Aron og þegar hún gengur í gegn verður ekki aftur snúið.
Nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.