Aron valdi Bandaríkin út af HM

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. AFP

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tjáði sig í gær í fyrsta sinn um þá ákvörðun sína að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Í viðtali við RTV Noord-Holland var hann spurður hvort hann teldi sig meiri Íslending eða Bandaríkjamann.

„Ég er bara blanda af báðu,“ sagði Aron léttur og útskýrði svo valið.

„Það hefur verið draumur minn að spila á heimsmeistaramóti síðan ég sá keppnina í fyrsta sinn, sem ég man vel að var árið 1998. Möguleikarnir eru betri á að ná því með Bandaríkjunum og ef það tækist þá væri draumur að rætast,“ sagði Aron sem var valinn í landsliðið sem mætir Bosníu á miðvikudag:

„Vonandi fæ ég að spila einhverjar mínútur þá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert