Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er í hópi 31 leikmanns sem samtök knattspyrnuþjálfara í Bandaríkjunum hafa tilnefnt í kjöri um besta leikmann bandaríska háskólaboltans.
Sigurvegari verður útnefndur 10. janúar og hlýtur Hermann-bikarinn. Dagný var önnur af tveimur leikmönnum Florida State háskólans sem voru tilnefndir en hún skoraði 9 mörk og lagði upp 9 á síðustu leiktíð.
Dagný er uppalin hjá KFR en hún gekk í raðir Vals árið 2007 þar sem hún hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Mark hennar gegn Hollandi á EM í Svíþjóð í sumar skaut Íslandi upp úr riðlakeppninni í fyrsta skipti í sögunni.