AZ Alkmaar skreið áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í morgun

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar. AFP

Hollenska liðið AZ Alkmaar var rétt í þessu að tryggja sér þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

AZ Alkmaar tapaði fyrir gríska liðinu Atromitos á heimavelli, 2:0, og liðin skildu því jöfn samanlagt, 3:3, en AZ fer áfram á útimarkareglunni eftir að hafa unnið fyrri leikinn, 3:1, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö marka AZ Alkmaar og Aron Jóhannsson skoraði eitt.

Leiknum var framhaldið í morgun en stöðva þurfti leikinn í gærkvöld eftir 57 mínútur vegna elds sem kviknaði í flóðljósakerfi vallarins.

Jóhann Berg lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar en Aron kom ekkert við sögu í morgun því hann fór af velli eftir 53 mínútna leik í gær. AZ lék manni færri í 88 mínútur af leiktímanum.

AZ Alkmaar verður því í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar klukkan 11 og verður fylgst með drættinum hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert