Lykilleikur Slóveníu og Noregs

Valter Birsa, til hægri, og félagar í liði Slóveníu eru …
Valter Birsa, til hægri, og félagar í liði Slóveníu eru komnir í baráttuna um annað sætið eftir sigur á Kýpur í gærkvöld. AFP

Eins og staðan er núna í E-riðlinum er viðureign Slóvena og Norðmanna í næstsíðustu umferðinni orðin að algjörum lykilleik. Liðin mætast um leið og Ísland leikur við Kýpur hinn 11. október.

Ísland er með 13 stig, Slóvenía 12 og Noregur 11, þannig að vinni Ísland sigur á Kýpur er tapliðið úr viðureigninni í Slóveníu úr leik fyrir lokaumferðina.

Þessir leikir eru eftir í E-riðlinum:

Föstudagur 11. október:

Slóvenía – Noregur

Albanía – Sviss

Ísland – Kýpur

Þriðjudagur 15. október:

Noregur – Ísland

Sviss – Slóvenía

Kýpur – Albanía

Að sjálfsögðu er ekki hægt að útiloka að Albanar, sem eru með 10 stig, geti náð öðru sætinu ef úrslitin 11. október falla þeim í hag.

vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert