Alfreð með tvö og Aron eitt

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í dag og er kominn …
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í dag og er kominn með átta mörk í deildinni. Ljósmynd/Heerenveen FC

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen og Aron Jóhannsson eitt fyrir AZ Alkmaar í sigurleikjum sinna liða í hollensku úrvalsdeildinni í dag. 

Heerenveen, lið Alfreðs, mætti FC Groningen á heimavelli sínum. Leiknum lauk með 4:2-sigri Heerenveen og skoraði Alfreð tvö síðustu mörk liðsins, það fyrra úr vítaspyrnu. Alfreð er nú kominn með átta mörk í fimm leikjum í deildinni.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu tólf mínúturnar þegar AZ sigraði Go Ahead Eagles örugglega, 3:0. Aron var á skotskónum og skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Heerenveen komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig en AZ Alkmaar er í því sjötta með tíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert