Emil lagði upp mark í sigurleik

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Ljósmynd/hellasverona.it

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson lék allan tímann með Verona þegar liðið sigraði Sassuolo, 2:0, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag.

Emil, sem missti af leikjunum gegn Sviss og Albaníu vegna meiðsla, lagði upp fyrra mark sinna manna sem hafa unnið tvo leiki og tapað einum í fyrstu þremur umferðunum á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert