Elmar öflugur í sigri Randers

Theódór Elmar Bjarnason á æfingu með Randers.
Theódór Elmar Bjarnason á æfingu með Randers. Ljósmynd/Randers

Miðjumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason var mjög áberandi hjá liði Randers í kvöld þegar það vann góðan sigur á AaB, 3:2, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og komst þar með í efri hluta deildarinnar.

Elmar fær mikið hrós í dönskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína. Ekstrabladet segir að hann hafi verið prímusmótor liðsins á miðjunni og þá var hann óheppinn að skora ekki í leiknum, átti m.a. hörkuskot í innanverða stöngina á marki Álaborgarliðsins.

Randers, sem er undir stjórn Colins Todds, fyrrum miðvarðar enska landsliðsins, er með 12 stig í 6. sætinu eftir 9 leiki, aðeins tveimur stigum minna en AaB sem er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert