Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason stóð sig vel með FC Köbenhavn þegar liðið sótti spænska stórveldið Real Madrid heim í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.
Eftir leikinn skipti Rúrik á treyju við leikmann úr liði andstæðinganna, eins og gengur og gerist, og að þessu sinni var andstæðingurinn sjálfur Cristiano Ronaldo. Rúrik birti mynd af treyjunni á Instagram-síðu sinni og virðist ekki leiðast að hafa nælt sér í hana.
„Skipti um treyju við Ronaldo eftir leikinn i gær. Smá sárabót!“ skrifaði Rúrik í texta með myndinni.
Rúrik og félagar máttu sætta sig við 4:0-tap í leiknum og skoraði Ronaldo tvö mörk.