Annar leikur í röð hjá Sölva

Sölvi Geir Ottesen með Ural-treyjuna.
Sölvi Geir Ottesen með Ural-treyjuna. Ljósmynd/Facebook

Sövli Geir Ottesen lék í morgun annan leik sinn í röð í byrjunarliði Ural þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Krasnodar, 2:0, á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Sölvi Geir lék allan leikinn í vörn Ural.

Sölvi Geir lék sinn fyrsta heila leik með Ural, eftir að hann gekk til liðs við félagið í sumar,  á mánudaginn þegar Ural gerði jafntefli við Rostov á útivelli.

Ural er í 14. sæti af 16 liðum rússnesku úrvalsdeildarinnar með sjö stig að loknum 12 leikjum. Tvö lið sitja á botninum með sex stig en eiga leik til góða á Ural.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert