Þrumufleygur Rúriks - myndskeið

Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn.
Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn. epa

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði glæsilegt mark fyrir FC Köbenhavn gegn SönderjyskE á Parken í dag þegar liðin mættust þar í dönsku úrvalsdeildinni, eins og áður hefur verið greint frá.

Helstu atvik leiksins má sjá á FCKTV, á vef dönsku meistaranna, og mark Rúriks er fyrst á meðfylgjandi myndskeiði:

FC Köbenhavn - SönderjyskE.

FC Köbenhavn vann leikinn, 2:1, og klifraði með því úr næstneðsta sætinu upp í það sjöunda, en meistararnir hófu tímabilið afar illa og höfðu aðeins unnið tvo af fyrstu tíu leikjunum fyrir viðureignina í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert