Emil meiddur af velli í Genoa

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Kristinn

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór meiddur af velli eftir aðeins hálftíma leik hjá Verona sem spilar þessa stundina við Genoa í ítölsku A-deildinni.

Emil fékk högg á höfuðið og fór fyrst af velli til að láta sauma sárið saman, en var í framhaldinu skipt af velli. Genoa skoraði, 1:0, á meðan Emil var utan vallar og bætti öðru marki við í kjölfarið þannig að staðan er 2:0 í hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert