Mertesacker afgreiddi Englendinga

Mertesacker var kátur í leikslok.
Mertesacker var kátur í leikslok. AFP

England tapaði fyrir hálfgerðu varaliði Þýskalands, 1:0, í vináttuleik á Wembley í kvöld en eina mark leiksins skoraði Per Mertesacker, miðvörður Arsenal, á 39. mínútu.

Í enska liðið vantaði menn á borð við Frank Lampard, Michael Carrick og Jack Wilshere en stillti þó upp sterku liði gegn Þjóðverjum sem hvíldu marga lykilmenn.

Bernard Parker skoraði eina mark leiksins þegar Suður-Afríka lagði heims- og Evrópumeistara Spánar, 1:0, í vináttuleik en Spánverjar voru ekki upp á sitt besta í þessu landsleikjahléi og rétt mörðu Miðbaugs-Gíneu á föstudaginn.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Bandaríkjanna sem tapaði 1:0, fyrir Austurríki á útivelli í vináttulandsleik en Marc Janko skoraði eina mark leiksins. Aron fór af velli fyrir norska Bandaríkjamanninn Mix Diskeruud á 56. mínútu.

Belgía tapaði, 3:2, fyrir Japan á heimavelli og þá skildu Holland og Kólumbía jöfn, markalaus, í Hollandi.

Gíbraltar, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld, náði ótrúlegu markalausu jafntefli gegn Slóvakíu og þá vann Skotland lið Noregs í Noregi, 1:0, með marki Scotts Brown.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert