Þrjú hollensk með Elmar í sigtinu

Theódór Elmar Bjarnason á æfingu með Randers.
Theódór Elmar Bjarnason á æfingu með Randers. Ljósmynd/Randers

Þrjú hollensk úrvalsdeildarlið í knattspyrnu fylgjast grannt með Theódóri Elmari Bjarnasyni, miðjumanni danska liðsins Randers, samkvæmt frétt danska blaðsins BT í dag.

BT segir að Groningen, Utrecht og Nijmegen hafi öll áhuga á að fá Elmar í sínar raðir og eitthvað geti gerst í því í janúarmánuði, en áhugi hafi líka verið til staðar síðasta sumar.

Elmar hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Randers það sem af er þessu tímabili og spilað alla leiki liðsins, nema einn þar sem hann þurfti að taka út leikbann. Randers er í níunda sæti af tólf liðum í hnífjafnri deild og aðeins tveimur stigum á eftir OB sem er í 5. sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert