Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi er liðið vann öruggan 3:0-sigur á Mechelen.
Landsliðsframherjinn fékk góða sendingu í gegnum vörnina og skoraði með föstu skoti í fjærhornið á 35. mínútu en þetta var annað mark leiksins.
Eiður og félagar komust upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er stigi á eftir Standard Liege sem á leik til góða.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Eið opna markareikninginn í Belgíu þetta tímabilið. Það birtist eftir rétt ríflega 40 sekúndur.