Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Svíþjóð í vináttulandsleik 21. janúar en leikið verður í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins, mun því stýra liðinu öðru sinni gegn löndum sínum en Ísland sótti Svíþjóð heim í vináttulandsleik 30. maí í fyrra.
Ekki er um alþjóðlegan landsleikjadag að ræða og því verður íslenski landsliðshópurinn væntanlega að mestu skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.