Danska blaðið Ekstra Bladet greinir frá því í dag að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, sé undir smásjá félags í Rússlandi og verði seldur þangað í janúar fyrir háar fjárhæðir.
Samkvæmt frétt blaðsins er Ståle Solbakken, þjálfari FCK, búinn að finna eftirmann Ragnars en það er Daninn Erik Sviatchenko, leikmaður Midtjylland.
Erfitt verður þó fyrir FCK að ræna honum af Midtjylland sem er á toppi deildarinnar með 36 stig. Þjálfari liðsins er sagður vilja halda leikmannahópnum saman og gera atlögu að meistaratitlinum.
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu komst FCK í gang og fór í vetrarfríið í þriðja sæti með 30 stig. Deildin hefst í lok febrúar en þá verður FCK án Ragnars Sigurðssonar, ef marka frá frétt Ekstra Bladet.