Eiður hafnaði Zulte-Waregem

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Club Brugge.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Club Brugge. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen tók ekki boði belgíska knattspyrnufélagsins Zulte-Waregem um að ganga til liðs við það frá Club Brugge en dagblaðið Het Laaste Nieuws skýrir frá þessu í dag.

Zulte-Waregem vildi fá Eið í staðinn fyrir Thorgan Hazard, sem var í láni hjá félaginu frá Chelsea. Að sögn Het Laaste Nieuws sá Eiður ekki hag í því, hvorki íþróttalegan né fjárhagslegan, að skipta um félag en liðin sitja í þriðja og fjórða  sætinu í Belgíu.

Zulte-Waregem fór þó ekki erindisleysu í herbúðir Club Brugge því í stað Eiðs fékk félagið sænska framherjann Frederik Stenman lánaðan þaðan í hálft ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka