Björn Bergmann vildi ekki mæta Wales

Björn Bergmann Sigurðarson lék sinn eina A-landsleik til þessa í …
Björn Bergmann Sigurðarson lék sinn eina A-landsleik til þessa í september 2011. mbl.is/Eggert

Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hafnaði boði um að taka þátt í vináttulandsleik Íslands við Wales næstkomandi miðvikudag og er því ekki í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag.

Björn er nýkominn að láni til norska úrvalsdeildarliðsins Molde frá Wolves og vildi einbeita sér að undirbúningi með sínu nýja liði fyrir komandi keppnistímabil í Noregi.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði að þeir Lars Lagerbäck hefðu vonast til að fá Björn með í komandi verkefni en Skagamaðurinn kýs enn um sinn að taka ekki þátt í landsliðsverkefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert