Real Madrid Evrópumeistari í 10. sinn

Real Madrid var rétt í þessu að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í 10. sinn þegar liðið sigraði Atlético Madrid, 4:1, í framlengdum leik í Lissabon í Portúgal í kvöld.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1:1, þar sem Sergio Ramos miðvörður Real Madrid jafnaði metin í uppbótartíma. Í framlengingunni tóku liðsmenn Real Madrid öll völd á vellinum og þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo bættu við þremur mörkum.

Tólf ára bið Real Madrid því lokið en liði vann Evrópumeistaratitilinn síðast árið 2002 þar sem Zinedine Zidane skoraði sigurmarkið en Zidane er nú aðstoðarþjálfari Real Madrid.

120.+2 Leiknum er lokið með 4:1 sigri Real Madrid.

120. MARK!! Cristiano Ronaldo skorar úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. 17. mark Portúgalans í Meistaradeildinni á tímabilinu.

118. MARK!! Real Madrid er komið í 3:1. Varamaðurinn Marcelo skoraði með góðu skoti.

110. MARK!! Real Madrid er komið í 2:1. Gareth Bale skallar boltann í netið af stuttu færi eftir stórkostlegan sprett hjá Angel Di Maria.

106. Síðari hálfleikur í framlengingu er hafinn.

105+1 Fyrri hálfleikurinn er í framlenginu er allur. Það gerðist lítið á þessum 15 mínútum.

91. Fyrri hálfleikur í framlenginu er hafinn. Nú er stemingin meiri í hjá Real Madrid.

90+5 Venjulegum leiktíma er lokið. Staðan er, 1:1. Leikurinn verður framlengdur í 2x15 mínútur.

90+2 MARK!! Real Madrid jafnar í uppbótartíma. Miðvörðurinn Sergio Ramos skallar í netið eftir hornspyrnu. Nú stefnir í framlengingu.

85. Nú er hver að verða síðastur fyrir Real Madrid. Liðið leggur allt í sölurnar og sækir stíft.

80. Real Madrid pressar stíft þessar mínútur en gengur illað skapa sér góð færi.

73. Gareth Bale í góðu skotfæri en skot Walesverjans fór framhjá. Það er komin smá örvænting í lið Real Madrid.

70. Atlético Madrid er rúmlega 20 mínútum frá sínum fyrsta Evrópumeistaratitli. Real Madrid hefur sótt nokkuð síðustu mínúturnar en lið Atlético er afar skipulagt og hefur spilað varnarleikinn af stakri snilld.

58. Real Madrid framkvæmir tvöfalda skiptingu. Isco og Marcelo koma inná fyrir og Coentrao og Khedira.

54. Ronaldo með góða aukaspyrnu en Courtois markvörður Atlético var vandanum vaxinn og sló boltann aftur fyrir markið.

49. Lýst er eftir Cristiano Ronaldo. Heimsins besti fótboltamaður hefur varla sést í kvöld.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45+1 Það er kominn hálfleikur. Atlético Madrid er 1:0 yfir. Það skildi þó aldrei fara svo að litla liðið frá Madridarborg fagna Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn.

35. MARK!! Úrgúvæinn Diego Godín skallar boltann í netið eftir hornspyrnu. Iker Casillas markvörður Real Madrid fór í skógarferð og Godín refsaði grimmilega fyrir það.

32. Gareth Bale var kominn í algjört dauðafæri en Walesverjinn spyrnti boltanum naumlega framhjá. Klárlega besta færi leiksins.

28. Það er farið að hitna aðeins í kolunum. Tvö gul spjöld eru komin á loft og síðustu mínútur hefur verið nokkuð um hörkutæklingar.

15. Það er lítið að gerast. Liðin eru að þreifa fyrir sér og ekkert alvöru færi hefur litið dagsins ljós.

9. Diego Costa hefur lokið keppni. Meiðslin tóku sig upp að nýju. Legkökumeðferðin dugði í 9 mínútur. Hann er farinn af velli og Adrían Lopez er kominn inná í hans stað.

5. Real Madrid hefur verið sterkari aðilinn þessar fyrstu mínútur.

1. Bjorn Kuipers dómari frá Hollandi er búinn að flauta leikinn á. Vonandi fáum við skemmtilegan úrslitaleik.

0. Xabi Alonso miðjumaðurinn frábæri í liði Real Madrid tekur út leikbann og er það skarð fyrir skildi í liði Real Madrid.

0. Real Madrid hefur oftast allra liða hampað Evrópumeistaratitlinum eða 9 sinnum.

0. Tólf ár eru liðin frá því Real Madrid vann titilinn síðast en liðið hafði betur á móti Bayer Leverkusen, 2:1, á Hampden Park í Glasgow árið 2002. Zinedine Zidan skoraði sigurmarkið.

0. Atlético Madrid hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en fyrir 40 árum tapaði liðið í úrslitaleik á móti Bayern München á Haysel leikvanginum í Brüssel.

0. Atlético Madrid varð spænskur meistari í fyrsta sinn í 18 ár um síðustu helgi þegar liðið gerðu 1:1 jafntefli gegn Barelona.

Lið Real Madrid: Casillas; Car­vajal, Ramos, Vara­ne, Coentrao; Khedira, Modric, Di Maria; Bale, Benzema, Ronaldo. Vara­menn: Diego Lopez, Pepe, Marcelo, Arbeloa, Morata, Isco, Illarra­m­endi.

Lið Atlético Madrid: Courtois; Ju­an­fran, God­in, Mir­anda, Fil­ipe Luis; Gabi, Tiago, Koke, Raul Garcia; Villa, Diego Costa. Vara­menn: Aranzu­bia, Mario Suarez, Adri­an, Rodrigu­ez, Alderweireld, Diego, Sosa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka