Hólmar Örn er hættur hjá Bochum

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. Ljósmynd/vfl-bochum.de

Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er hættur hjá þýska félaginu Bochum eftir að hafa spilað með því í þýsku B-deildinni undanfarin þrjú ár.

Hólmar sagði við Morgunblaðið að hann hefði hafnað tilboði frá Bochum um nýjan samning og væri að leita fyrir sér með nýtt félag fyrir næsta keppnistímabil. Félög í Þýskalandi kæmu til greina en enn væri allt opið hjá sér í þessum efnum.

Hólmar er 23 ára gamall varnarmaður og á að baki einn A-landsleik og 27 leiki með 21-árs landsliði Íslands, sem er leikjamet í þeim aldursflokki. Hann var í röðum West Ham í þrjú ár eftir að enska félagið keypti hann af HK árið 2008 en var á þeim tíma lánaður til enska félagsins Cheltenham og belgíska félagsins Roeselare. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert